Erlent

Weidel og Scholz kanslaraefni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alice Weidel, til vinstri, er kanslaraefni AfD, en Olaf Scholz kanslaraefni Sósíaldemókrata.
Alice Weidel, til vinstri, er kanslaraefni AfD, en Olaf Scholz kanslaraefni Sósíaldemókrata. Vísir/EPA

Mörg þúsund mótmæltu í Riesa í Saxlandi í Þýskalandi í morgun þar sem landsfundur fjarhægriflokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD, fór fram í dag. Mótmælendur stöðvuðu meðal annars umferð að fundarstaðnum. 

Flokkurinn hefur á undanförnum árum færst lengra til hægri og talar staðfastlega gegn innflytjendum og fjölmenningu.

Landsfundurinn staðfesti tilnefningu Alice Weidel, annars formanna flokksins, til kanslara. Þingkosningar fara fram í febrúar og mælist AfD nú með um 20 prósenta fylgi. 

Landsfundur Sósíaldemókrata kom einnig saman í dag í Berlín, þar sem Olaf Scholz var kjörinn kanslaraefni flokksins fyrir komandi kosningar þrátt fyrir að ríkisstjórn hans hafi sprungið í síðasta mánuði og flokkurinn hafi tapað fylgi á undanförnum mánuðum.


Tengdar fréttir

Þýska sambandsþingið leyst upp

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hefur leyst upp sambandsþingið og boðað til þingkosninga á nýju ári. Þetta gerir hann í kjölfar þess að Olaf Scholz, kanslari, fór fram á þingrof eftir að vantraust á hendur honum var samþykkt í þinginu.

Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir

Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar.

Fimm látnir og tvö hundruð særðir

Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×