„Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 12:03 Sigurður Ingi segir engin læti innan Framsóknar. Allt sé í eðlilegum farvegi. Vísir/Vilhelm Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira