„Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 12:03 Sigurður Ingi segir engin læti innan Framsóknar. Allt sé í eðlilegum farvegi. Vísir/Vilhelm Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira