„Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 19:55 Freyr Alexandersson er mættur til Bergen og mun skrifa undir samning við Brann innan skamms. Vísir/Getty Freyr Alexandersson lenti í Bergen í Noregi nú undir kvöld og verður innan skamms staðfestur sem nýr þjálfari Brann. Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor. Norski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor.
Norski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira