„Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Aron Guðmundsson skrifar 13. janúar 2025 12:02 Íslenska landsliðið er heppið að búa að því að eiga marga góða markverði. Fanney Inga og Cecilía Rán eru tveir þeirra Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir segir það vilja markvarða íslenska landsliðsins að það sé mikil samkeppni um stöðuna í markrammanum. Samkeppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir íslenska landsliðið er runnið upp og markverðir liðsins hafa verið að gera mjög vel. Undir lok síðasta árs var Fanney Inga keypt frá Val til sænska úrvalsdeildarfélagsins Hacken og sagði í yfirlýsingu Vals að kaupverðið hafi verið upphæð sem hefði ekki sést í íslenska kvennaboltanum til þessa. Þrátt fyrir unga aldur hefur þessi öflugi markvörður staðið vaktina í marki íslenska kvennalandsliðsins undanfarið en samkeppnin þar er hörð og er Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem er á láni hjá ítalska félaginu Inter Milan og var valinn í lið ársins í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrra, að gera alvöru tilkall um sæti í byrjunarliði Íslands. Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti hjá Inter.Getty/Pier Marco Tacca „Fyrst og fremst hugsað út frá mér“ Aðspurð hvort skrefið út til Svíþjóðar sé tekin með það að einhverju leiti í huga að verða betur í stakk búin fyrir þá samkeppni segir Fanney svo ekki vera. „Ég er fyrst og fremst að taka þetta skref fyrir mig. Mig langar að verða betri leikmaður. Með því að verða betri leikmaður sjálf get ég vonandi ýtt áfram á þessa samkeppni sem er í landsliðinu. Við viljum allar verða betri og á sama tíma hjálpa hvor annarri að fara upp á næsta gæðastig. Fyrst og fremst er þetta hugsað út frá mér en auðvitað vill maður líka spila.“ Sambandið milli markvarða íslenska landsliðsins sé gott. Stemningin frábær milli hennar, Cecilíu Ránar og Telmu Ívarsdóttur sem hafa myndað markvarðarteymi íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur verið orðuð við brottför út í atvinnumennskuna. Hér veitir hún gullhanskanum viðtöku eftir lokaleik síðasta tímabils.Vísir/Pawel „Þær eru algjörir meistarar Telma og Cecilía og búið að vera frábært að æfa með þeim. Svo er það bara þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar, við vitum það og munum bara gera hvað sem við getum til að styðja við bakið á hvor annarri. Við viljum að það sé samkeppni, bæði á æfingum sem og í leikjum, því þannig verðum við betri og landsliðið líka.“ „Á okkar degi erum við helvíti góðar“ Framundan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu, hápunkturinn EM í Sviss í sumar en þar er Ísland í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi. Er kominn EM fiðringur? „Já það er kominn ákveðinn fiðringur. Fólk farið að kaupa miða, dregið í riðla um daginn og það var bara eins og við hefðum fengið að draga riðilinn sjálfar. En það er ákveðið markmið sem fylgir því og það verður gaman að fara og keppa í Sviss.“ vísir/Anton Fanneyju lýst vel á möguleika Íslands má mótinu Hversu langt getið þið náð? „Ég held að við getum farið mjög langt. Tíminn verður bara að leiða það í ljós. Við erum búin að sjá að við getum strítt stærstu þjóðum heims. Þegar að við erum á okkar degi erum við helvíti góðar. Ég held að við getum strítt þeim mjög mikið í sumar.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Ítalski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
Undir lok síðasta árs var Fanney Inga keypt frá Val til sænska úrvalsdeildarfélagsins Hacken og sagði í yfirlýsingu Vals að kaupverðið hafi verið upphæð sem hefði ekki sést í íslenska kvennaboltanum til þessa. Þrátt fyrir unga aldur hefur þessi öflugi markvörður staðið vaktina í marki íslenska kvennalandsliðsins undanfarið en samkeppnin þar er hörð og er Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem er á láni hjá ítalska félaginu Inter Milan og var valinn í lið ársins í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrra, að gera alvöru tilkall um sæti í byrjunarliði Íslands. Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti hjá Inter.Getty/Pier Marco Tacca „Fyrst og fremst hugsað út frá mér“ Aðspurð hvort skrefið út til Svíþjóðar sé tekin með það að einhverju leiti í huga að verða betur í stakk búin fyrir þá samkeppni segir Fanney svo ekki vera. „Ég er fyrst og fremst að taka þetta skref fyrir mig. Mig langar að verða betri leikmaður. Með því að verða betri leikmaður sjálf get ég vonandi ýtt áfram á þessa samkeppni sem er í landsliðinu. Við viljum allar verða betri og á sama tíma hjálpa hvor annarri að fara upp á næsta gæðastig. Fyrst og fremst er þetta hugsað út frá mér en auðvitað vill maður líka spila.“ Sambandið milli markvarða íslenska landsliðsins sé gott. Stemningin frábær milli hennar, Cecilíu Ránar og Telmu Ívarsdóttur sem hafa myndað markvarðarteymi íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur verið orðuð við brottför út í atvinnumennskuna. Hér veitir hún gullhanskanum viðtöku eftir lokaleik síðasta tímabils.Vísir/Pawel „Þær eru algjörir meistarar Telma og Cecilía og búið að vera frábært að æfa með þeim. Svo er það bara þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar, við vitum það og munum bara gera hvað sem við getum til að styðja við bakið á hvor annarri. Við viljum að það sé samkeppni, bæði á æfingum sem og í leikjum, því þannig verðum við betri og landsliðið líka.“ „Á okkar degi erum við helvíti góðar“ Framundan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu, hápunkturinn EM í Sviss í sumar en þar er Ísland í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi. Er kominn EM fiðringur? „Já það er kominn ákveðinn fiðringur. Fólk farið að kaupa miða, dregið í riðla um daginn og það var bara eins og við hefðum fengið að draga riðilinn sjálfar. En það er ákveðið markmið sem fylgir því og það verður gaman að fara og keppa í Sviss.“ vísir/Anton Fanneyju lýst vel á möguleika Íslands má mótinu Hversu langt getið þið náð? „Ég held að við getum farið mjög langt. Tíminn verður bara að leiða það í ljós. Við erum búin að sjá að við getum strítt stærstu þjóðum heims. Þegar að við erum á okkar degi erum við helvíti góðar. Ég held að við getum strítt þeim mjög mikið í sumar.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Ítalski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira