Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 08:30 Birkir Már Sævarsson sendi Brann-fólki skemmtilega kveðju á Instagram, eftir að Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins. @birkir84/brann.no Norskir fjölmiðlar fjölmenntu á blaðamannafund í Bergen í gærkvöld þegar Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr aðalþjálfari fótboltaliðs Brann. Hann skrifaði undir samning sem gildir til næstu þriggja ára. Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst. Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst.
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti