Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 10:30 Mynd úr vefmyndavél frá því þegar hraunið rann á fyrstu húsin í Hópshverfinu í Grindavík. Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar. Eldgos hófst við Sundhnúk klukkan 7:57 norðan við Grindavík og náði varnargörðunum við Grindavík um klukkutíma síðar. Sprunga opnaðist um svipað leyti beggja megin við varnargarðana sem gerði hrauninu kleift að renna inn í bæinn. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt,“ sagði Víðir Reynisson, þáverandi sviðsstjóri Almannavarna, um hraunið síðar um daginn. Eldgosið entist þó bara í tvo daga en svo átti eftir að gjósa fimm sinnum til viðbótar á svæðinu næstu tíu mánuði. Horfði á húsið brenna í beinni Þrjú hús urðu hrauninu að bráð þann daginn en Efrahóp 19 var fyrsta húsið sem hraunið náði til. Hrannar Jón Emilsson, eigandi hússins, sagði óraunverulegt að sjá húsið brenna í beinni útsendingu. Hann hafði talið það vera á einum öruggasta staðnum í bænum. „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ sagði Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Fjölskyldan hafði unnið hörðum höndum í nokkur ár við að byggja sér nýtt heimili í hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut en það hús gjöreyðilagðist í jarðhræringunum 10. nóvember 2023. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið en varð glóandi hrauninu að bráð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tímamót Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00 Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03 Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Eldgos hófst við Sundhnúk klukkan 7:57 norðan við Grindavík og náði varnargörðunum við Grindavík um klukkutíma síðar. Sprunga opnaðist um svipað leyti beggja megin við varnargarðana sem gerði hrauninu kleift að renna inn í bæinn. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt,“ sagði Víðir Reynisson, þáverandi sviðsstjóri Almannavarna, um hraunið síðar um daginn. Eldgosið entist þó bara í tvo daga en svo átti eftir að gjósa fimm sinnum til viðbótar á svæðinu næstu tíu mánuði. Horfði á húsið brenna í beinni Þrjú hús urðu hrauninu að bráð þann daginn en Efrahóp 19 var fyrsta húsið sem hraunið náði til. Hrannar Jón Emilsson, eigandi hússins, sagði óraunverulegt að sjá húsið brenna í beinni útsendingu. Hann hafði talið það vera á einum öruggasta staðnum í bænum. „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ sagði Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Fjölskyldan hafði unnið hörðum höndum í nokkur ár við að byggja sér nýtt heimili í hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut en það hús gjöreyðilagðist í jarðhræringunum 10. nóvember 2023. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið en varð glóandi hrauninu að bráð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tímamót Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00 Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03 Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00
Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03
Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59