Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 10:30 Mynd úr vefmyndavél frá því þegar hraunið rann á fyrstu húsin í Hópshverfinu í Grindavík. Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar. Eldgos hófst við Sundhnúk klukkan 7:57 norðan við Grindavík og náði varnargörðunum við Grindavík um klukkutíma síðar. Sprunga opnaðist um svipað leyti beggja megin við varnargarðana sem gerði hrauninu kleift að renna inn í bæinn. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt,“ sagði Víðir Reynisson, þáverandi sviðsstjóri Almannavarna, um hraunið síðar um daginn. Eldgosið entist þó bara í tvo daga en svo átti eftir að gjósa fimm sinnum til viðbótar á svæðinu næstu tíu mánuði. Horfði á húsið brenna í beinni Þrjú hús urðu hrauninu að bráð þann daginn en Efrahóp 19 var fyrsta húsið sem hraunið náði til. Hrannar Jón Emilsson, eigandi hússins, sagði óraunverulegt að sjá húsið brenna í beinni útsendingu. Hann hafði talið það vera á einum öruggasta staðnum í bænum. „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ sagði Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Fjölskyldan hafði unnið hörðum höndum í nokkur ár við að byggja sér nýtt heimili í hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut en það hús gjöreyðilagðist í jarðhræringunum 10. nóvember 2023. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið en varð glóandi hrauninu að bráð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tímamót Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00 Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03 Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Eldgos hófst við Sundhnúk klukkan 7:57 norðan við Grindavík og náði varnargörðunum við Grindavík um klukkutíma síðar. Sprunga opnaðist um svipað leyti beggja megin við varnargarðana sem gerði hrauninu kleift að renna inn í bæinn. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt,“ sagði Víðir Reynisson, þáverandi sviðsstjóri Almannavarna, um hraunið síðar um daginn. Eldgosið entist þó bara í tvo daga en svo átti eftir að gjósa fimm sinnum til viðbótar á svæðinu næstu tíu mánuði. Horfði á húsið brenna í beinni Þrjú hús urðu hrauninu að bráð þann daginn en Efrahóp 19 var fyrsta húsið sem hraunið náði til. Hrannar Jón Emilsson, eigandi hússins, sagði óraunverulegt að sjá húsið brenna í beinni útsendingu. Hann hafði talið það vera á einum öruggasta staðnum í bænum. „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ sagði Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Fjölskyldan hafði unnið hörðum höndum í nokkur ár við að byggja sér nýtt heimili í hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut en það hús gjöreyðilagðist í jarðhræringunum 10. nóvember 2023. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið en varð glóandi hrauninu að bráð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tímamót Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00 Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03 Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00
Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03
Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59