Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. janúar 2025 11:31 Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun