Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:39 Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir atburðarásina minna á þá sem varð fyrir eldgosið í Holuhrauni. Vísir/Vilhelm Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“ Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38
Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19