Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 17:34 RAX ljósmyndari flaug yfir Bárðarbungu í dag og myndaði. RAX Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls. Í tilkynningu frá embættinu segir að áætlunin sé virkjuð á óvissustigi. Viðbragðsaðilar hafi fengið boðun í gegnum neyðarlínuna í samræmi við viðbragðsáætlunina þar sem segir: Óvissustig – líkur á eldgosi undir Vatnajökli. Þá segir að virkjunin sé fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að viðbragðsaðilar og þeir sem hafi hlutverkum að gegna samkvæmt áætluninni hafi tækifæri til að undirbúa sig og rifja upp áætlunina. Aðgerðastjórn verði opin á Húsavík milli klukkan átta og tólf næstu daga. Öflug skjálftahrina hófst á sjöunda tímanum í morgun en eftir klukkan níu dróst verulega úr ákafa hennar, að því er kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Síðan þá hafa fáir jarðskjálftar mælst og sérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast með áframhaldandi þróun. Óljóst með framhaldið Þá segir að fluglitakóði sé áfram gulur á svæðinu, sem gefi til kynna aukna virkni miðað við venjulegt ástand og óvissu um þróunina. Loks kemur fram að þrátt fyrir að jarðskjálftavirkni mælist minni sé ekki hægt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út. Margar sviðsmyndir komi til greina um þróun jarðhræringa á svæðinu. Náið verði fylgst með þróun skjálftavirkninnar í Bárðarbungu og mögulegum eldsumbrotum. Bárðarbunga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Í tilkynningu frá embættinu segir að áætlunin sé virkjuð á óvissustigi. Viðbragðsaðilar hafi fengið boðun í gegnum neyðarlínuna í samræmi við viðbragðsáætlunina þar sem segir: Óvissustig – líkur á eldgosi undir Vatnajökli. Þá segir að virkjunin sé fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að viðbragðsaðilar og þeir sem hafi hlutverkum að gegna samkvæmt áætluninni hafi tækifæri til að undirbúa sig og rifja upp áætlunina. Aðgerðastjórn verði opin á Húsavík milli klukkan átta og tólf næstu daga. Öflug skjálftahrina hófst á sjöunda tímanum í morgun en eftir klukkan níu dróst verulega úr ákafa hennar, að því er kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Síðan þá hafa fáir jarðskjálftar mælst og sérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast með áframhaldandi þróun. Óljóst með framhaldið Þá segir að fluglitakóði sé áfram gulur á svæðinu, sem gefi til kynna aukna virkni miðað við venjulegt ástand og óvissu um þróunina. Loks kemur fram að þrátt fyrir að jarðskjálftavirkni mælist minni sé ekki hægt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út. Margar sviðsmyndir komi til greina um þróun jarðhræringa á svæðinu. Náið verði fylgst með þróun skjálftavirkninnar í Bárðarbungu og mögulegum eldsumbrotum.
Bárðarbunga Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. 14. janúar 2025 12:39