„Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2025 21:20 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Barja þjálfari toppliðs Hauka í Bónus-deild kvenna gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Val í kvöld. Haukakonur höfðu mikla yfirburði gegn daufu Valsliði. „Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“ Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
„Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“
Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira