Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 10:31 Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hafa áður mæst sem þjálfarar en lið þeirra hefja keppni á HM í kvöld. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír). HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír).
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03