Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:30 Níu kjörnir þingmenn sitja í undirbúningsnefnd sem hefst handa við það verkefni í dag að yfirfara umsögn og önnur gögn frá landskjörstjórn um framkvæmd alþingiskosninganna. Vísir Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira