Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 10:14 New Glenn eldflauginni skotið á loft í fyrsta sinn frá Cape Canaveral í Flórída. AP/John Raoux Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025 Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Eldflaugin bar enga gervihnetti eða slíkt í þessu geimskoti og var markmið þess að afla sem mestra upplýsinga um geimflaugina og getu hennar fyrir frekari geimskot. New Glenn er stærðarinnar eldflaug sem á að vera endurnýtanleg og á fyrsta stig hennar að lenda aftur á jörðinni eftir geimskot. Þannig vilja forsvarsmenn Blue Origin spara mikla fjármuni við hvert geimskot en fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, er með mikið forskot á því sviði. Eldflauginni er ætlað að koma þungum farmi á braut um jörðu eða lengra út í sólkerfið en New Glenn stæðan er 98 metrar á hæð og sjö metra þykk. Fyrsta stigið keyrir á metani og það efra á fljótandi vetni. pic.twitter.com/o6sMiSABkR— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 16, 2025 Það eina sem virðist ekki hafa engið eftir er að fyrsta stig New Glenn, sem kallast „So you‘er telling me there‘s a chance“, eftir frægri línu úr myndinni Dumb and Dumber, átti að snúa aftur til jarðar og lenda á drónaskipinu Jacklyn undan ströndum Flórída en gerði það ekki. Í yfirlýsingu frá Blue Origin segir að legið hafi fyrir að ólíklegt væri að þeim myndi takast að lenda fyrsta stiginu í fyrstu tilraun. Starfsmenn fyrirtækisins muni þó læra af reynslunni og reyna aftur í næsta geimskoti New Glenn í vor. New Glenn safely reached its intended orbit during today's NG-1 mission, accomplishing our primary objective. The second stage is in its final orbit following two successful burns of the BE-3U engines. The Blue Ring Pathfinder is receiving data and performing well. We lost the… pic.twitter.com/MmDlCb6AVj— Blue Origin (@blueorigin) January 16, 2025
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira