Reikna með 8,4 milljónum farþega Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur verður fjölsóttur í ár. vísir/vilhelm Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. „Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
„Við horfum fram á hóflegan vöxt og þriðja stærsta ár Keflavíkurflugvallar hvað varðar farþegafjölda, og það stærsta í komu erlendra ferðamanna. Þetta endurspeglar sterka stöðu Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar og Íslands sem eftirsóknarverðs áfangastaðar þrátt fyrir áskoranir á liðnu ári,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í fréttatilkynningu frá Isavia. Isavia Taka nýja álmu í gagnið „Á árinu munum við taka nýja austurálmu flugstöðvarinnar að fullu í notkun, þar á meðal fjóra nýja landganga sem leiða beint út í vél. Þetta er mikilvægur áfangi í því að bæta gæði og þjónustu flugvallarins. Þessi þróun styrkir okkur í alþjóðlegri samkeppni og skapar betri upplifun fyrir gesti okkar og viðskiptavini,“ er haft eftir Guðmundi Daða. Farþegaspá Keflavíkurflugvöll fyrir 2025 geri ráð fyrir að 8,37 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll. Aðeins tvisvar hafi farþegarnir verið fleiri, 8,76 milljónir 2017 og 9,80 milljónir 2018. Árið 2024 hafi farþegarnir verið tæplega 8,30 milljónir og því gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun á milli ára. Sé litið til einstaka mánaða verði mest fjölgun farþega á milli ára í apríl, 16,7 prósent, og í maí, 7,1 prósent. Yfir sumarmánuðina muni 26 flugfélög fljúga áætlunarflug til 92 áfangastaða og 21 flugfélag til 70 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Áætlað sé að hlutfall tengifarþega verði um 30 prósent af heildarfarþegafjölda sem sé svipað og það var 2024. Tengifarþegar séu farþegar sem nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. 1,6 ferðir á ári á mann Loks segir að samhliða farþegaspánni hafi verið unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem muni koma til Íslands árið 2025 og fjölda Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Samkvæmt spánni muni ríflega 2,32 milljónir erlendra ferðamanna koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2025. Það sé tæplega 9 þúsund farþegum meira en metárið 2018 og því stefni í nýtt metár í komum erlendra ferðamanna til landsins. Á nýliðnu ári hafi þeir verið um 2,26 milljónir og því gert ráð fyrir 3 prósent aukningu á milli ára. Mest verði fjölgunin í apríl, 16,6 prósent, maí, 10,8 prósent, og í júní, 6,1 prósent. Ferðalög Íslendinga til útlanda muni aukast um 1 prósent á milli ára. Spáin geri ráð fyrir um 612 þúsund íslenskum ferðamönnum á leið til útlanda, sem jafngildi því að hver landsmaður fari að meðaltali um 1,6 sinnum til útlanda yfir árið.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira