Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2025 21:05 Björgunarfólk að störfum í Súðavík fyrir 30 árum. Stöð 2 Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr. Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“ Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
„Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17
Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37