Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 09:57 Gagnrýnendur frumvarpsins hafa einnig bent á að það sé ekki gott að stuðla að því að fólk gangi síður í lögformlegt hjónaband og fari þannig á mis við ákveðin réttindi. Getty Sérfræðingar segja nýtt frumvarp um bann gegn hjónböndum systkinabarna bæði óframfylgjanlegt og til þess fallið að skapa sundrung í samfélaginu. Richard Holden, þingmaður Íhaldsflokksins fyrir Basildon og Billericay, er flutningsmaður frumvarpsins en hann segir hjónabönd systkinabarna ógn við heilsu, frelsi og samfélagið í heild. Líkt og fjallað er um á Vísindavef Háskóla Íslands eykur skyldleikaæxlun líkurnar á að barn erfi sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar sem finna má hjá báðum foreldrum. Þetta getur leitt til sjúkdóma á borð við dreyrasýki, slímseigjusjúkdóms og ýmissa vöðvarýrnunar- og hrörnunarsjúkdóma. Umfangsmikil rannsókn á heilsufari íbúa í Bradford í Vestur-Jórvíkurskíri, Born in Bradford, leiddi í ljós að sex af hverjum 100 börnum sem fæddust systkinabörnum hefðu erft víkjandi stökkbreytingu eða erfðagalla. Hjónaböndum systkinabarna hefur fækkað verulega en þau eru algengust meðal múslima. Talsmaður Ahmadiyya Muslim Community UK, sem um 30 þúsund múslimar tilheyra, segir bann myndu grafa undan réttindum hópsins og kynda undir fordóma. Hjónabönd innan fjölskyldna væru oft til þess gerð að stykja fjölskylduna og ýta undir stöðugleika og samheldni. Sérfræðingar, til að mynda prófessorinn Neil Small, sem er einn höfunda Born in Bradford, eru einnig á móti banninu. Small segir hjónabönd systkinabarna vissulega ýta undir hættuna á ungbarnadauða og veikindum en önnur ráð séu til en bann. Small og fleiri hafa stungið upp á því að auka fræðslu og að aðgengi að erfðaprófum verði aukið, til að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Önnur umræða um frumvarpið fer fram í dag. Guardian fjallar um málið. Bretland Trúmál Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Richard Holden, þingmaður Íhaldsflokksins fyrir Basildon og Billericay, er flutningsmaður frumvarpsins en hann segir hjónabönd systkinabarna ógn við heilsu, frelsi og samfélagið í heild. Líkt og fjallað er um á Vísindavef Háskóla Íslands eykur skyldleikaæxlun líkurnar á að barn erfi sjaldgæfar víkjandi stökkbreytingar sem finna má hjá báðum foreldrum. Þetta getur leitt til sjúkdóma á borð við dreyrasýki, slímseigjusjúkdóms og ýmissa vöðvarýrnunar- og hrörnunarsjúkdóma. Umfangsmikil rannsókn á heilsufari íbúa í Bradford í Vestur-Jórvíkurskíri, Born in Bradford, leiddi í ljós að sex af hverjum 100 börnum sem fæddust systkinabörnum hefðu erft víkjandi stökkbreytingu eða erfðagalla. Hjónaböndum systkinabarna hefur fækkað verulega en þau eru algengust meðal múslima. Talsmaður Ahmadiyya Muslim Community UK, sem um 30 þúsund múslimar tilheyra, segir bann myndu grafa undan réttindum hópsins og kynda undir fordóma. Hjónabönd innan fjölskyldna væru oft til þess gerð að stykja fjölskylduna og ýta undir stöðugleika og samheldni. Sérfræðingar, til að mynda prófessorinn Neil Small, sem er einn höfunda Born in Bradford, eru einnig á móti banninu. Small segir hjónabönd systkinabarna vissulega ýta undir hættuna á ungbarnadauða og veikindum en önnur ráð séu til en bann. Small og fleiri hafa stungið upp á því að auka fræðslu og að aðgengi að erfðaprófum verði aukið, til að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Önnur umræða um frumvarpið fer fram í dag. Guardian fjallar um málið.
Bretland Trúmál Heilbrigðismál Fjölskyldumál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira