Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:32 Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra. Í þágu neyslusamfélagsins höfum við skapað aðstæður fyrir dýr sem með engu móti geta talist eðlilegar. Ekki er langt síðan þessum aðstæðum var lýst sem dystópískri framtíðarsýn en er núna orðin að veruleika, sbr það sem kom fram í bókinni „Þegar dýr verða að vélum” (norsk. Når dyr bliver til maskiner) og kom út árið 1956. Þar viðra dýralæknar og bændur áhyggjur sínar af því að það geti í framtíðinni orðið til hópur fólks sem sé fullkomlega aftengdur við þarfir dýra og uppruna dýraafurða. Þær áhyggjur hafa sannarlega raungerst í dag. Ónáttúrulegar aðstæður Milljónir dýra um allan heima búa við óviðunandi aðstæður, í verksmiðjum (e. feedlot stations), þar sem þau eiga engan kost á því að sinna sínu náttúrulegu atferli. Oft mega þessi dýr þola þjáningu vegna krafna um mikinn vaxtarhraða. Aðstæður þeirra geta verið stöðugur hávaði, heilsuspillandi ólykt sökum þéttleika og uppgufun frá saur og þvagi, þola árásir annarra dýra þar sem þéttleiki spilar inn í, eru þvinguð til að liggja, þvinguð til að standa kyrr. Svona mætti telja endalausar aðstæður dýra sem haldin eru til þess að fæða okkur og klæða eða til að gleðja okkur í leik og starfi. Dýr eru einstaklingar með sitt eigið þróaða tilfinningalíf og samskiptamynstur innan sinnar tegundar. Þetta vitum við og þekkjum öll sem höfum átt einhverja tengingu við dýr. Þess vegna getum ekki, við sem þekkjum til þarfa dýra, haldið áfram á þeirri braut að hámarka hamingju og velferð okkar á kostnað þjáningar þeirra. Samfélag manna verður að hefja þá vegferð að skoða velferð okkar út frá því hvernig við veljum að koma fram við dýr. Við verðum að líta til framleiðslukerfa sem dýr mega búa við í dag, efla fræðslu og auka gagnsæi um aðstæður dýra til gagns fyrir framleiðendur og neytendur, vera saman á vegferð fræðslu og endurbóta. Líf án þjáningar Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að öll dýr fái notið þeirra grunnlífsgæða að lifa lífi þar sem þau eru laus við þjáningu og ótta og geti sinnt sínu náttúrulegu atferli. Í þessu liggur hvatning til allra er fara fyrir dýrahaldi efla velferð dýra sinna, en jafnframt felur þetta í sér ákall til neytenda að hvetja til þeirra breytinga. Allt snýst þetta um hið sjálfsagða markmið að ekkert dýr eigi að þjást. Höfundur er stjórnarmaður Dýraverndarsambandi Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun