Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:00 Sveinn Jóhannsson mátti ekki spila með íslenska landsliðinu vegna númersleysis á treyjunni. Um er að kenna slakri prentsmiðju í Kristianstad. Samsett/Skjáskot/Vilhelm Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita