Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:00 Sveinn Jóhannsson mátti ekki spila með íslenska landsliðinu vegna númersleysis á treyjunni. Um er að kenna slakri prentsmiðju í Kristianstad. Samsett/Skjáskot/Vilhelm Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Það vakti athygli að í leik gærdagsins að Sveinn fór af velli númerslaus, skömmu eftir að hafa komið inn á, og tók ekki frekari þátt í leiknum við Grænhöfðaeyjar. „Katastrófa,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. Sveinn var kallaður inn í landsliðshóp Íslands eftir fyrri leik liðsins við Svíþjóð ytra á fimmtudag í síðustu viku. Arnar Freyr Arnarsson fór meiddur af velli í þeim leik, mótið úr sögunni og Sveinn kom inn í hópinn í hans stað. Þá þurfti HSÍ að prenta treyjur fyrir Svein en fjölmargar ómerktar treyjur eru ávallt með í för á stórmót, komi eitthvað upp. Fulltrúar HSÍ höfðu samband við kollega sína í sænska handknattleikssambandinu sem brugðust hratt við og redduðu prentsmiðju í Kristianstad, og það frítt að auki. Því miður fyrir HSÍ, og Svein sérstaklega, voru gæði prentunarinnar í samræmi við verðið. Sveinn var í hvítu treyjunni á bekknum í síðari leiknum við Svía í Malmö á laugardag og hún svo sett í þvott. Það kom svo í ljós þegar í leik var komið í gær að merkingin þoldi ekki þvottinn. Númer hans flagnaði af strax og hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum gegn Grænhöfðaeyjum og varatreyja hans með jafn slæmri merkingu sem hreinlega þolir þvottinn ekki betur en svo. Með því var Sveinn orðinn ólöglegur þar sem hann þarf að bera númerið á bakinu til að mega spila. Álagið var því töluvert á Ými Örn Gíslason í leik gærdagsins þar sem annar línumaður, Elliði Snær Viðarsson, fékk rautt spjald snemma leiks. Fulltrúar HSÍ staðfestu við Vísi að ný merking væri á leiðinni frá Íslandi og verður búið að merkja treyju Sveins kyrfilega fyrir leik Íslands við Kúbu á morgun. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb annað kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í handbolta HSÍ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira