„Þetta var allsherjar klúður þarna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. janúar 2025 08:03 Elliði Snær Viðarsson var ósáttur við sjálfan sig eftir rauða spjaldið. Það mæddi töluvert á félaga hans Ými Erni, þar sem þriðji línumaðurinn, Sveinn Jóhannsson gat heldur ekki spilað. Vísir/Vilhelm „Þetta var bara lélegt“ segir landsliðsfyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson sem var ósáttur við sjálfan sig eftir að hafa fengið reisupassann í leik Íslands við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í fyrrakvöld. Hann vonast til að spila meira í næsta leik við Kúbu í kvöld. Elliði entist aðeins í örfáar mínútur í sigri Íslands í gær vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta skömmu eftir að hann kom inn á. Hann var vægast sagt ósáttur við sjálfan en hann fékk einnig rautt í æfingaleik við Svía fyrir viku síðan. „Maður þarf að fara að hætta þessu. Svíaleikurinn er eitthvað sem er hægt að kalla óheppni en þetta var bara lélegt hjá mér í gær. Þetta var bara klárt rautt spjald. Auðvitað ætlaði ég aldrei að fara í andlitið á honum,“ segir Elliði sem segir vonbrigði að geta ekki verið liðinu meira innan handar. Sem fyrirliði hefur hann fengið að líta tvö rauð spjöld í þremur leikjum. „Sem fyrirliði þá eru þetta náttúrulega bara vonbrigði að geta ekki hjálpað liðinu meira en að taka tvo leiki þar sem maður er langstærstan part uppi í stúku. Það er ekkert annað heldur en að keyra þetta í gang núna, hér eftir,“ segir Elliði. Línumannastaðan hefur verið betur mönnuð en í gær. Auk rauðs spjalds Elliða var Sveinn Jóhannsson fjarverandi þar sem treyjunúmer hans losnaði af búningi hans og honum óheimilt að koma inn á völlinn án númers. Ýmir Örn Gíslason sinnti stöðunni því nánast einn síns liðs. „Hann þurfti bókstaflega að spila í þessum leik. Þetta var allsherjar klúður þarna, þessi tvö atvik, treyjan hans fór alveg til fjandans og ég með rautt. Þannig að Ýmir kláraði þetta vel í miklu álagi,“ segir Elliði. Klippa: Horfði varla á leikinn Elliði viðurkennir þá að hann hafi ekki fylgst með leiknum af mikilli einbeitingu eftir brottvísunina. Hann hafi verið svo ósáttur við sjálfan sig. „Ég viðurkenni að ég var svolítið svekktur þarna uppi í stúku. Fyrst að leikurinn var nokkuð klár var ég meira að fara yfir mín mál þarna sjálfur uppi í stúku. Það voru nokkur augnablik sem við hefðum getað gert betur og nokkur augnablik sem við gerðum vel. Það er hægara sagt en gert að halda fókus allan leikinn þegar þú ert kominn með tíu marka forystu en það er eitthvað sem við þurfum að gera betur í leiknum á móti Kúbu,“ segir Elliði sem sér fram á að spila meira í þeim leik, við Kúbu, sem fram fer í kvöld. „Já, ég mæti klár í næsta leik. Það þýðir ekkert annað.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. 17. janúar 2025 08:03 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Elliði entist aðeins í örfáar mínútur í sigri Íslands í gær vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta skömmu eftir að hann kom inn á. Hann var vægast sagt ósáttur við sjálfan en hann fékk einnig rautt í æfingaleik við Svía fyrir viku síðan. „Maður þarf að fara að hætta þessu. Svíaleikurinn er eitthvað sem er hægt að kalla óheppni en þetta var bara lélegt hjá mér í gær. Þetta var bara klárt rautt spjald. Auðvitað ætlaði ég aldrei að fara í andlitið á honum,“ segir Elliði sem segir vonbrigði að geta ekki verið liðinu meira innan handar. Sem fyrirliði hefur hann fengið að líta tvö rauð spjöld í þremur leikjum. „Sem fyrirliði þá eru þetta náttúrulega bara vonbrigði að geta ekki hjálpað liðinu meira en að taka tvo leiki þar sem maður er langstærstan part uppi í stúku. Það er ekkert annað heldur en að keyra þetta í gang núna, hér eftir,“ segir Elliði. Línumannastaðan hefur verið betur mönnuð en í gær. Auk rauðs spjalds Elliða var Sveinn Jóhannsson fjarverandi þar sem treyjunúmer hans losnaði af búningi hans og honum óheimilt að koma inn á völlinn án númers. Ýmir Örn Gíslason sinnti stöðunni því nánast einn síns liðs. „Hann þurfti bókstaflega að spila í þessum leik. Þetta var allsherjar klúður þarna, þessi tvö atvik, treyjan hans fór alveg til fjandans og ég með rautt. Þannig að Ýmir kláraði þetta vel í miklu álagi,“ segir Elliði. Klippa: Horfði varla á leikinn Elliði viðurkennir þá að hann hafi ekki fylgst með leiknum af mikilli einbeitingu eftir brottvísunina. Hann hafi verið svo ósáttur við sjálfan sig. „Ég viðurkenni að ég var svolítið svekktur þarna uppi í stúku. Fyrst að leikurinn var nokkuð klár var ég meira að fara yfir mín mál þarna sjálfur uppi í stúku. Það voru nokkur augnablik sem við hefðum getað gert betur og nokkur augnablik sem við gerðum vel. Það er hægara sagt en gert að halda fókus allan leikinn þegar þú ert kominn með tíu marka forystu en það er eitthvað sem við þurfum að gera betur í leiknum á móti Kúbu,“ segir Elliði sem sér fram á að spila meira í þeim leik, við Kúbu, sem fram fer í kvöld. „Já, ég mæti klár í næsta leik. Það þýðir ekkert annað.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. 17. janúar 2025 08:03 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00
Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00
HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02
Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. 17. janúar 2025 08:03
Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02
Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01