Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 14:33 Páll Gunnar Pálsson, til vinstri, er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ásmundur Tryggvason er forstjóri Styrkáss hf.. Vísir Samkeppniseftirlitið segir skýringar Styrkáss á því að hætt var við kaup félagins á Krafti ekki í samræmi við þær skýringar sem félagið gáfu eftirlitinu. Félögin hafi óskað trúnaðar um þær skýringar. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás. Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás.
Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira