Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 14:33 Páll Gunnar Pálsson, til vinstri, er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ásmundur Tryggvason er forstjóri Styrkáss hf.. Vísir Samkeppniseftirlitið segir skýringar Styrkáss á því að hætt var við kaup félagins á Krafti ekki í samræmi við þær skýringar sem félagið gáfu eftirlitinu. Félögin hafi óskað trúnaðar um þær skýringar. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás. Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás.
Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira