Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 23:51 Ása Steinars er með ríflega 700 þúsund fylgjendur á TikTok, þar af marga frá Bandaríkjunum. aðsend mynd Bann við samfélagsmiðlinum TikTok tekur að óbreyttu gildi í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Íslenskur áhrifavaldur býr sig undir að tapa fjölda fylgjenda en gerir ráð fyrir að notendur streymi inn á aðra miðla í staðinn. TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira