Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Árna Benediktsdóttir skrifa 17. janúar 2025 20:32 Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftgæði Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar