Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 18. janúar 2025 07:04 Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ragnar Þór Ingólfsson Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun