Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 13:31 Ólafur Stefánsson vandaði sínum gamla þjálfara, Guðmundi Guðmundssyni, ekki kveðjurnar í Handkastinu. vísir/getty/vilhelm Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50. Danski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50.
Danski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða