Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 18. janúar 2025 16:01 Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar