Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2025 19:01 Vopnahlé tekur gildi á Gasasvæðinu í fyrramálið. AP/Jehad Alshrafi Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira