Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Lovísa Arnardóttir skrifar 20. janúar 2025 10:09 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir er formaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur. „Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Þetta er nákvæmlega sama skimun, nákvæmlega sömu tæki og nákvæmlega sömu lækni og þetta tekur jafn langan tíma. Það er ekkert öðruvísi við þessa skimun,“ segir Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna en hún ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða röntgenmyndatöku sem allar konur 40 ára og eldri eru boðaðar í sem hluti af reglubundinni skimun. Jóhanna Lilja segir konur með BRCA-stökkbreytinguna, eins og aðrar konur, fara í þessa reglubundnu skimun en auk þess fari þær í segulómskoðun einu inni á ári. Fyrir hana greiða þær 34.250 krónur. Hálfu ári síðar fara þær í brjóstaskimun, röntgenmyndatökuna, og greiða fyrir hana 12 þúsund krónur á meðan aðrir greiði fyrir hana 500 krónur. Hún segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa sagt samtökunum að það ætti að breyta þetta en það hafi ekki gerst áður en hann lét af störfum. Samtökin hafa ekki fundað með nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, eftir að hún tók við störfum og ekki náð að bóka tíma með henni. Sjá einnig: Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Ráðuneytið rugli saman Hún segir að í svörum frá ráðuneytinu sé verið að rugla þessum skoðunum saman. Segulómskoðuninni taki lengri tíma og sé í annarri vél. Auk þessa kostnaðar fari konur með BRCA-stökkbreytinguna reglulega til bæði húð- og kvensjúkdómalæknis. Til húðsjúkdómalæknis til að skoða bletti því þær séu líklegri til að fá sortuæxli og til kvensjúkdómalæknis vegna aukinnar hættu á krabbameini í eggjastokkum. Árlega sé kostnaðurinn við þessar reglulegu heimsóknir hátt í 80 þúsund krónur fyrir eina konu. „Kona sem er fertug, og byrjaði í eftirliti 25 ára. Hún er búin að borga 1,1 milljón í bara brjóstaeftirlit en þá á eftir að taka inn kostnað vegna húð- og kvensjúkdómalæknis. Ofan á þetta er svo ferðakostnaður því það eru ekki allar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Lífsnauðsynlegt eftirlit Jóhanna Lilja segir að hjá þeim sem séu með stökkbreytinguna séu um 86 prósent líkur á að fá brjóstakrabbamein. Það sé örlítið misjafnt eftir fjölskyldusögu. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir konur með svona mikla áhættu að sinna þessu eftirliti.“ Sjá einnig: Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Alma Möller, heilbrigðisráðherra, tjáði sig um málið á RÚV um helgina. Þar sagði hún að þetta falli undir eftirlit en ekki lýðgrundaða skimun og sé þess vegna dýrara. Greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga ætti að vernda þær fyrir háum kostnaði. Þá sagði hún að það þyrfti að skoða málið ef kostnaður hindraði konur í að nýta sér eftirlitið. Jóhanna Lilja segir Ölmu rugla saman segulómskoðun og röntgenmyndatökunni sem allir fari í. Brakkasamtökin séu ekki að kvarta undan kostnaði við segulómskoðun heldur að þær greiði meira fyrir röntgenmyndatökuna sem allar konur eldri en 40 ára fara í sem hluti af þessari lýðgrunduðu skimun. Jóhanna Lilja segir nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning. Sjá einnig: „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Þessi kostnaður við röntgenmyndatökuna sé þó ekki eina mismununin sem konur með BRCA-stökkbreytinguna upplifi. Ætli þær í brjóstnám, sem margar ákveða að gera, þurfi þær að greiða um 100 þúsund krónur fyrir að gista á sjúkrahóteli en fari fólk á hótelið í gegnum Landspítalann sé það ekki rukkað um sama gjald. Hún segir biðlistann þó svo langan og aðgerðum svo oft frestað á Landspítalanum að konur fari frekar á Klíníkina í þessar aðgerðir.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Bítið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira