Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar 20. janúar 2025 10:30 Tillöguhöfundur hefur starfað í ferðaþjónustunni í áratugi og hefur orðið vitni að miklum og jákvæðum breytingum fyrir ríkissjóð, sérstaklega í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti. Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur neytendaskattur, en fyrir fyrirtæki er hann gegnumstreymisskattur. Fjölgun erlendra ferðamanna leiðir beint til fjölgunar neytenda í landinu, neytenda sem verja hlutfallslega mun meiri fjármunum á dag en íbúar landsins. Þetta þekkjum við sjálf þegar við ferðumst – dagleg útgjöld eru hærri á ferðalögum. Eyðsla ferðamanna dreifist víðar en aðeins til hefðbundinna greina ferðaþjónustunnar og er því oft vangreind í uppgjöri ríkissjóðs, sem væri efni í ítarlega umræðu. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á og uppræta er kerfisbundin sniðganga í virðisaukaskattskerfinu, sérstaklega innan stórs hluta deilihagkerfisins. Upphaflega var deilihagkerfið hugsað sem lítið og sniðið að einkaaðilum, til að nýta betur vannýtt húsnæði í skammtímaleigu, s.s. sumarbústaði eða heimili. Til einföldunar var sett regla um að heimilt væri að leigja út í allt að 90 daga á ári og hafa tekjur allt að 2 milljónum króna án þess að innheimta virðisaukaskatt. Hugmyndin var að skapa svigrúm fyrir einkaframtak til að nýta eignir sínar betur, en reynslan hefur verið önnur. Stærstu aðilar í skammtímaleigu eru bæði innlendar og erlendar leigumiðlanir, s.s. Airbnb og aðrar sambærilegar þjónustur. Þessar miðlanir innheimta greiðslur fyrir leigutíma en halda eftir fjármunum oft í marga mánuði, þar til viðskiptavinurinn hefur nýtt sér leiguna. Að því loknu gerir leigumiðlunin upp við eigandann, að því gefnu að enginn ágreiningur hafi komið upp. Þetta ber skýr merki þess að leigumiðlunin sjálf er hinn raunverulegi söluaðili þjónustunnar. Hún tekur við greiðslunni og skilar hluta hennar til eiganda eignarinnar án þess að skila virðisaukaskatti líkt og ferðaskrifstofur þurfa að gera. Leigumiðlanir skila í einhverjum tilfellum virðisaukaskatti af sinni þóknun, en ekki af allri upphæðinni, eins og krafist er í öðrum atvinnugreinum. Svör sem ég hef fengið frá þessum aðilum benda til þess að þeirra skoðun sé að ábyrgðin á greiðslu virðisaukaskattsins sé hjá eiganda eignarinnar, ef velta hans fer yfir 2 milljónir króna á ári. Þetta gengur ekki upp í samræmi við anda laganna, þar sem skattskylda sala á þjónustu felur í sér að sá sem innheimtir greiðsluna ber ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Lögin eru skýr á því að sá sem tekur við greiðslunni er ábyrgur fyrir greiðslu virðisaukaskatts af allri upphæðinni. Í dag er þetta litla deilihagkerfi orðið að alvarlegu skuggahagkerfi sem skapar mikla röskun á samkeppni við aðra gistimöguleika vegna umfangs þess. Þessi sniðganga dregur verulega úr tekjum ríkissjóðs og veitir óeðlilega samkeppnisforskot gagnvart lögbundnum rekstraraðilum ferðaþjónustunnar. Tillaga um breytingar Mín tillaga er að kerfið verði tekið til heildarendurskoðunar og ábyrgð þeirra sem selja og innheimta greiðslur fyrir gistingu verði skýrari. Ég legg til að eftirfarandi breytingar verði gerðar: Tímarammi undanþágu frá virðisaukaskatti verði styttur úr 90 dögum í 60 daga á ári. Tekjumörk fyrir undanþágu á virðisaukaskatti lækki úr 2 milljónum króna í 1 milljón króna á ári. Skýrt verði kveðið á um að sá sem innheimtir greiðsluna, hvort sem það er leigumiðlun eða eigandi, beri ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Samræming verði gerð á skattlagningu í skammtímaleigu svo hún standist sömu skilyrði og hefðbundin gistiþjónusta. Einnig er vert að benda á að verðlagning í skammtímaleigu virðist ekki breytast hvort sem leigusalinn er fyrir ofan eða neðan viðmiðunarmörkin. Þetta bendir til þess að virðisaukaskattur sem ætti að skila sér í ríkissjóð endi þess í stað í vasa leigusalans. Þetta er ekki réttlátt gagnvart löglegum rekstraraðilum né gagnvart almennum skattgreiðendum. Ég hvet því til þess að stjórnvöld taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og tryggi að virðisaukaskattskerfið sé réttlátt og samræmt fyrir alla aðila í ferðaþjónustu. Ofanrituð tillaga var send inn í samráðgátt stjórnvalda um hagræða í rekstri ríkisins og í því fellst væntanlega að leita leiða til að hagræða sem og að auka tekjur og bæta samkeppnisstöðu á markaði. Höfundur er eigandi Hótel Varmaland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilihagkerfi Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tillöguhöfundur hefur starfað í ferðaþjónustunni í áratugi og hefur orðið vitni að miklum og jákvæðum breytingum fyrir ríkissjóð, sérstaklega í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti. Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur neytendaskattur, en fyrir fyrirtæki er hann gegnumstreymisskattur. Fjölgun erlendra ferðamanna leiðir beint til fjölgunar neytenda í landinu, neytenda sem verja hlutfallslega mun meiri fjármunum á dag en íbúar landsins. Þetta þekkjum við sjálf þegar við ferðumst – dagleg útgjöld eru hærri á ferðalögum. Eyðsla ferðamanna dreifist víðar en aðeins til hefðbundinna greina ferðaþjónustunnar og er því oft vangreind í uppgjöri ríkissjóðs, sem væri efni í ítarlega umræðu. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á og uppræta er kerfisbundin sniðganga í virðisaukaskattskerfinu, sérstaklega innan stórs hluta deilihagkerfisins. Upphaflega var deilihagkerfið hugsað sem lítið og sniðið að einkaaðilum, til að nýta betur vannýtt húsnæði í skammtímaleigu, s.s. sumarbústaði eða heimili. Til einföldunar var sett regla um að heimilt væri að leigja út í allt að 90 daga á ári og hafa tekjur allt að 2 milljónum króna án þess að innheimta virðisaukaskatt. Hugmyndin var að skapa svigrúm fyrir einkaframtak til að nýta eignir sínar betur, en reynslan hefur verið önnur. Stærstu aðilar í skammtímaleigu eru bæði innlendar og erlendar leigumiðlanir, s.s. Airbnb og aðrar sambærilegar þjónustur. Þessar miðlanir innheimta greiðslur fyrir leigutíma en halda eftir fjármunum oft í marga mánuði, þar til viðskiptavinurinn hefur nýtt sér leiguna. Að því loknu gerir leigumiðlunin upp við eigandann, að því gefnu að enginn ágreiningur hafi komið upp. Þetta ber skýr merki þess að leigumiðlunin sjálf er hinn raunverulegi söluaðili þjónustunnar. Hún tekur við greiðslunni og skilar hluta hennar til eiganda eignarinnar án þess að skila virðisaukaskatti líkt og ferðaskrifstofur þurfa að gera. Leigumiðlanir skila í einhverjum tilfellum virðisaukaskatti af sinni þóknun, en ekki af allri upphæðinni, eins og krafist er í öðrum atvinnugreinum. Svör sem ég hef fengið frá þessum aðilum benda til þess að þeirra skoðun sé að ábyrgðin á greiðslu virðisaukaskattsins sé hjá eiganda eignarinnar, ef velta hans fer yfir 2 milljónir króna á ári. Þetta gengur ekki upp í samræmi við anda laganna, þar sem skattskylda sala á þjónustu felur í sér að sá sem innheimtir greiðsluna ber ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Lögin eru skýr á því að sá sem tekur við greiðslunni er ábyrgur fyrir greiðslu virðisaukaskatts af allri upphæðinni. Í dag er þetta litla deilihagkerfi orðið að alvarlegu skuggahagkerfi sem skapar mikla röskun á samkeppni við aðra gistimöguleika vegna umfangs þess. Þessi sniðganga dregur verulega úr tekjum ríkissjóðs og veitir óeðlilega samkeppnisforskot gagnvart lögbundnum rekstraraðilum ferðaþjónustunnar. Tillaga um breytingar Mín tillaga er að kerfið verði tekið til heildarendurskoðunar og ábyrgð þeirra sem selja og innheimta greiðslur fyrir gistingu verði skýrari. Ég legg til að eftirfarandi breytingar verði gerðar: Tímarammi undanþágu frá virðisaukaskatti verði styttur úr 90 dögum í 60 daga á ári. Tekjumörk fyrir undanþágu á virðisaukaskatti lækki úr 2 milljónum króna í 1 milljón króna á ári. Skýrt verði kveðið á um að sá sem innheimtir greiðsluna, hvort sem það er leigumiðlun eða eigandi, beri ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Samræming verði gerð á skattlagningu í skammtímaleigu svo hún standist sömu skilyrði og hefðbundin gistiþjónusta. Einnig er vert að benda á að verðlagning í skammtímaleigu virðist ekki breytast hvort sem leigusalinn er fyrir ofan eða neðan viðmiðunarmörkin. Þetta bendir til þess að virðisaukaskattur sem ætti að skila sér í ríkissjóð endi þess í stað í vasa leigusalans. Þetta er ekki réttlátt gagnvart löglegum rekstraraðilum né gagnvart almennum skattgreiðendum. Ég hvet því til þess að stjórnvöld taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og tryggi að virðisaukaskattskerfið sé réttlátt og samræmt fyrir alla aðila í ferðaþjónustu. Ofanrituð tillaga var send inn í samráðgátt stjórnvalda um hagræða í rekstri ríkisins og í því fellst væntanlega að leita leiða til að hagræða sem og að auka tekjur og bæta samkeppnisstöðu á markaði. Höfundur er eigandi Hótel Varmaland.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun