Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 14:13 Maðurinn ók um Austurveg á Selfossi, bæði drukkinn og undir áhrifum kannabiss. Þar má finna Héraðsdóm Suðurlands, þar sem hann var dæmdur til greiðslu hárrar sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu 1,29 milljóna króna fyrir endurtekin umferðarlagabrota framin sama kvöldið á Selfossi. Hann var stöðvaður tvisvar sitt hvoru megin við veitingastað KFC í bænum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur. Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur.
Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira