Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 15:02 Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Reykjavík Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar