Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2025 20:01 Guðlaugur Þór Þórðarson hafnar gagnrýni á að hann hafi ekki undirbúið nægilega virkjanarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Mikil vinna hafi þegar farið fram. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur stjórnvöld bera sína ábyrgð á að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt í héraðsdómi. Vísir Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Landsvirkjun tekur fram í tilkynningu vegna málsins að hafi verið ætlun löggjafans að lög skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum og stærri framkvæmdum, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma sem lögin um slíkt voru sett. Hvergi sjást merki þess að löggjafinn hafi ætlað umbylta málum með þeim hætti. Stjórnvöld beri þó mikla ábyrgð í málinu Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að óskað hafi verið eftir að áfrýja dómi héraðsdóms um Hvammsvirkjun frekar til Hæstaréttar en Landsréttar til að flýta fyrir niðurstöðu í málinu. „Ef Hæstiréttur tekur málið fyrir næst endanlega niðurstaða. Ef það færi fyrir Landsrétt gæti það haldið áfram. Það er niðurstaða lögfræðinga okkar að það gæti gengið hraðar fyrir sig ef Hæstiréttur samþykkir að taka málið til umfjöllunar,“ segir Hörður. Hörður telur að stjórnvöld beri sína ábyrgð á töfum vegna Hvammsvirkjunar. „Ég tel stjórnvöld bera þó mikla ábyrgð í málinu. Við sjáum það er búið að senda okkur tvisvar til baka með virkjunarleyfið út af göllum í málsmeðferð stjórnvalda sem er mjög óheppilegt. Við erum búin að vanda mjög til verka varðandi þessar framkvæmdir,“ segir Hörður. Vill sérlög um Hvammsvirkjun Fram hefur komið að stjórnvöld íhugi að setja sérlög um Hvammsvirkjun og gera heildarendurskoðun á vatnalögum. „Ég held að það sé mikilvægt að gera heildarendurskoðun á vatnalögum. Það eru ákveðnir ágallar sem eru að gera túlkunina flóknari. Síðan ættu stjórnvöld að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun,“ segir Hörður. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. „Mesta tjónið er fyrir samfélagið því það er mikil þörf fyrir þessa orku. Þetta mun hafa áhrif á hagvöxt, fyrir orkuskipti og neikvæð áhrif fyrir margt í samfélaginu,“ segir Hörður. Fyrrum ráðherra hafnar gagnrýni Fram hefur komið gagnrýni á að stjórnvöld hafi ekki brugðist við tveimur minnisblöðum Umhverfisstofnunar og minnisblaði sérfræðings þar sem bent var á mikilvægi þess að breyta 18. grein vatnalaga sem snúa að því atriði sem varð til þess að héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis- og orku- og loftslagsráðherra segir að ábendingarnar hafi ekki verið metnar veigamiklar í undirbúningnum og er undrandi yfir dómi héraðsdóms í málinu. Þrjú minnisblöð bárust til umhverfisráðuneytisins á árunum 2019-2024 þar sem bent var á mikilvægi lagabreytinga vegna virkjanaframkvæmda.Vísir „Því var aldrei flaggað að það væri hægt að túlka vilja löggjafans á innleiðingarfrumvarpi 2011 að það væri ekki hægt að fara lengur í vatnsafls, brúargerð og jarðvarmavirkjanir á Íslandi,“ segir Guðlaugur. Mikill undirbúningur hafi almennt farið fram varðandi virkjanarframkvæmdir. „ Við höfum verið að vinna á fullu í þessu allt kjörtímabilið sem hefur farið í að einfalda ferla. Við höfum sameinað stofnanir og klárað rammaáætlun. Á þingmálaskrá eru mál sem miða nákvæmlega að þessu. Ég skildi sérstaklega eftir hjá eftirmanni mínum þessa vinnu og hvatti hann til dáða. Það er til dæmis einföldunarfrumvarp nú þegar fyrir hendi í Samráðsgátt stjórnvalda og afhúðunarfrumvarp,“ segir hann. Guðlaugur ætlar að styðja aðgerðir núverandi ríkisstjórnar til að hraða fyrir Hvammsvirkjun. „Við munum styðja ríkisstjórnina sama í hvaða formi hún mun gera það. Því það er búið að leggja gríðarmikla vinnu í að koma þessum virkjunum á koppinn,“ segir Guðlaugur. Orkumál Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Landsvirkjun tekur fram í tilkynningu vegna málsins að hafi verið ætlun löggjafans að lög skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum og stærri framkvæmdum, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma sem lögin um slíkt voru sett. Hvergi sjást merki þess að löggjafinn hafi ætlað umbylta málum með þeim hætti. Stjórnvöld beri þó mikla ábyrgð í málinu Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að óskað hafi verið eftir að áfrýja dómi héraðsdóms um Hvammsvirkjun frekar til Hæstaréttar en Landsréttar til að flýta fyrir niðurstöðu í málinu. „Ef Hæstiréttur tekur málið fyrir næst endanlega niðurstaða. Ef það færi fyrir Landsrétt gæti það haldið áfram. Það er niðurstaða lögfræðinga okkar að það gæti gengið hraðar fyrir sig ef Hæstiréttur samþykkir að taka málið til umfjöllunar,“ segir Hörður. Hörður telur að stjórnvöld beri sína ábyrgð á töfum vegna Hvammsvirkjunar. „Ég tel stjórnvöld bera þó mikla ábyrgð í málinu. Við sjáum það er búið að senda okkur tvisvar til baka með virkjunarleyfið út af göllum í málsmeðferð stjórnvalda sem er mjög óheppilegt. Við erum búin að vanda mjög til verka varðandi þessar framkvæmdir,“ segir Hörður. Vill sérlög um Hvammsvirkjun Fram hefur komið að stjórnvöld íhugi að setja sérlög um Hvammsvirkjun og gera heildarendurskoðun á vatnalögum. „Ég held að það sé mikilvægt að gera heildarendurskoðun á vatnalögum. Það eru ákveðnir ágallar sem eru að gera túlkunina flóknari. Síðan ættu stjórnvöld að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun,“ segir Hörður. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. „Mesta tjónið er fyrir samfélagið því það er mikil þörf fyrir þessa orku. Þetta mun hafa áhrif á hagvöxt, fyrir orkuskipti og neikvæð áhrif fyrir margt í samfélaginu,“ segir Hörður. Fyrrum ráðherra hafnar gagnrýni Fram hefur komið gagnrýni á að stjórnvöld hafi ekki brugðist við tveimur minnisblöðum Umhverfisstofnunar og minnisblaði sérfræðings þar sem bent var á mikilvægi þess að breyta 18. grein vatnalaga sem snúa að því atriði sem varð til þess að héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis- og orku- og loftslagsráðherra segir að ábendingarnar hafi ekki verið metnar veigamiklar í undirbúningnum og er undrandi yfir dómi héraðsdóms í málinu. Þrjú minnisblöð bárust til umhverfisráðuneytisins á árunum 2019-2024 þar sem bent var á mikilvægi lagabreytinga vegna virkjanaframkvæmda.Vísir „Því var aldrei flaggað að það væri hægt að túlka vilja löggjafans á innleiðingarfrumvarpi 2011 að það væri ekki hægt að fara lengur í vatnsafls, brúargerð og jarðvarmavirkjanir á Íslandi,“ segir Guðlaugur. Mikill undirbúningur hafi almennt farið fram varðandi virkjanarframkvæmdir. „ Við höfum verið að vinna á fullu í þessu allt kjörtímabilið sem hefur farið í að einfalda ferla. Við höfum sameinað stofnanir og klárað rammaáætlun. Á þingmálaskrá eru mál sem miða nákvæmlega að þessu. Ég skildi sérstaklega eftir hjá eftirmanni mínum þessa vinnu og hvatti hann til dáða. Það er til dæmis einföldunarfrumvarp nú þegar fyrir hendi í Samráðsgátt stjórnvalda og afhúðunarfrumvarp,“ segir hann. Guðlaugur ætlar að styðja aðgerðir núverandi ríkisstjórnar til að hraða fyrir Hvammsvirkjun. „Við munum styðja ríkisstjórnina sama í hvaða formi hún mun gera það. Því það er búið að leggja gríðarmikla vinnu í að koma þessum virkjunum á koppinn,“ segir Guðlaugur.
Orkumál Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18