Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. janúar 2025 07:03 Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Einhverjir sjá e.t.v. fyrir sér heilbrigðar samverustundir fjölskyldunnar, en í alltof mörgum tilfellum eru þetta alltof æstir ættingjar að hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum. Ekki misskilja mig, ég missi helst ekki af þessum viðburðum. En það er auðvitað hvorki mönnum né börnum bjóðandi að hefja hvers kyns leika um allt land kl. 8 um helgar. Ég hef því rætt það opinskátt að tímasetning íþróttamóta ætti að vera kosningamál! Ég er handviss um mikinn þverpólitískan stuðning við slíkt mál. Það var athyglisvert fyrir fólk með jarðtengingu og heilbrigða skynsemi að fylgjast með kosningabaráttu Flokks fólksins, flokksins hennar Ingu Sæland. Helsta kosningaloforð flokksins var að skattleysismörk yrðu hækkuð í 450.000 kr. á mánuði. Þá yrði öryrkjum og eldri borgurum tryggðar 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Þessi loforð hafa dunið á kjósendum og forsvarsmenn flokksins hafa lagt mesta áherslu á þessi mál. Á heimasíðu flokksins eru þetta efstu tvö málin yfir svokölluð forgangsmál Flokks fólksins. Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt. Mögulega mun þess gæta strax í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ég skynja ríkan vilja fjölmargra foreldra til þess að koma í veg fyrir kappleiki og sýningar barna á ókristilegum tímum um helgar. Bann við slíku með lögum er þó langsótt. Loforð um slíkt myndi þó eflaust vekja mikla athygli og trekkja að. Ég er ekki viss um að frambjóðendur Flokks fólksins séu mjög bundnir við þessa iðju um helgar. Annars hefði þeim e.t.v. komið þetta til hugar því ekki vefst það fyrir þeim að þurfa ekki að efna gefin loforð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Íþróttir barna Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Einhverjir sjá e.t.v. fyrir sér heilbrigðar samverustundir fjölskyldunnar, en í alltof mörgum tilfellum eru þetta alltof æstir ættingjar að hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum. Ekki misskilja mig, ég missi helst ekki af þessum viðburðum. En það er auðvitað hvorki mönnum né börnum bjóðandi að hefja hvers kyns leika um allt land kl. 8 um helgar. Ég hef því rætt það opinskátt að tímasetning íþróttamóta ætti að vera kosningamál! Ég er handviss um mikinn þverpólitískan stuðning við slíkt mál. Það var athyglisvert fyrir fólk með jarðtengingu og heilbrigða skynsemi að fylgjast með kosningabaráttu Flokks fólksins, flokksins hennar Ingu Sæland. Helsta kosningaloforð flokksins var að skattleysismörk yrðu hækkuð í 450.000 kr. á mánuði. Þá yrði öryrkjum og eldri borgurum tryggðar 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Þessi loforð hafa dunið á kjósendum og forsvarsmenn flokksins hafa lagt mesta áherslu á þessi mál. Á heimasíðu flokksins eru þetta efstu tvö málin yfir svokölluð forgangsmál Flokks fólksins. Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt. Mögulega mun þess gæta strax í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ég skynja ríkan vilja fjölmargra foreldra til þess að koma í veg fyrir kappleiki og sýningar barna á ókristilegum tímum um helgar. Bann við slíku með lögum er þó langsótt. Loforð um slíkt myndi þó eflaust vekja mikla athygli og trekkja að. Ég er ekki viss um að frambjóðendur Flokks fólksins séu mjög bundnir við þessa iðju um helgar. Annars hefði þeim e.t.v. komið þetta til hugar því ekki vefst það fyrir þeim að þurfa ekki að efna gefin loforð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar