Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 07:47 Gagnrýnendur DEI vilja að aðeins sé horft til getu starfsmanna en ekki annarra þátta, til að mynda kyns eða kynþáttar. Getty Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira