Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. janúar 2025 10:30 Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar