Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. janúar 2025 11:53 Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson eru tveir af stofnendum Humble, sem áður bar heitið Leifur Arnar. Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt. Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan. Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan.
Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira