Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2025 12:32 Domenico Ebner er ein af óvæntari stjörnum heimsmeistaramótsins í handbolta. getty/Soeren Stache Ítalir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þeir hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu og eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. Það er ekki síst markverðinum Domenico Ebner að þakka. Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig. HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Sjá meira
Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig.
HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Sjá meira