Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2025 12:32 Domenico Ebner er ein af óvæntari stjörnum heimsmeistaramótsins í handbolta. getty/Soeren Stache Ítalir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þeir hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu og eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. Það er ekki síst markverðinum Domenico Ebner að þakka. Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig. HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Sjá meira
Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig.
HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn