Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2025 12:32 Domenico Ebner er ein af óvæntari stjörnum heimsmeistaramótsins í handbolta. getty/Soeren Stache Ítalir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þeir hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu og eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. Það er ekki síst markverðinum Domenico Ebner að þakka. Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig. HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig.
HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira