Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. janúar 2025 14:30 Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun