Lögbann sett á tilskipun Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 21:47 Trump hefur gefið út að hann hyggist áfrýja lögbanninu. AP/Ben Curtis Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni. Donald Trump telur mikilvægi að afnema þessi réttindi en dómarinn, John Coughenour, segir það bersýnilega stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um að hver sá sem fæðist í Bandaríkjunum sé bandarískur ríkisborgari. Lögbannið lagði hann fram að áeggjan þingmanna fjögurra ríkja Bandaríkjanna, Arizona, Illinois, Oregon og Washington. Tilskipunin hefur þegar orðið tilefni fimm málsókna á hendur alríkinu og yfirlýsinga ríkislögmanna tuttugu og tveggja ríkja. Allir eru sammála um að tilskipun forsetans gangi bersýnilega í berhögg við stjórnarskrána. Lane Polozola, ríkislögmaður Washingtonríkis, segir stöðuna sem upp er komin grafalvarlega. Hún ræddi við blaðamenn í Seattle í kjölfar þess að lögbannið var sett á. „Þetta er bara fyrsta skrefið en að heyra dómarann segja að á hans fjörutíu ára starfsferli sem dómari hafi hann aldrei séð neitt sem gangi svo bersýnilega gegn stjórnarskránni, sýnir hve alvarlegt þetta er,“ segir Polozoa. Tilskipun Trump kveður á um að barn öðlist ekki sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt fyrir það eitt að fæðast í Bandaríkjunum ef hvorugt foreldri er bandarískur ríkisborgari eða handhafi löglegs landsvistarleyfis. Gangi áætlanir Trump eftir yrðu öll börn sem fædd eru eftir 19. febrúar og uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði vísað á brott frá Bandaríkjunum. Allt að 150 þúsund börn yrðu af bandarískum ríkisborgararétti árlega. „Ég á í erfiðleikum með að skilja hvernig lögmaður gæti sagt skilyrðislaust að þessi tilskipun standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ég botna ekkert í því,“ hefur Reuters eftir Coughenour dómara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump telur mikilvægi að afnema þessi réttindi en dómarinn, John Coughenour, segir það bersýnilega stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um að hver sá sem fæðist í Bandaríkjunum sé bandarískur ríkisborgari. Lögbannið lagði hann fram að áeggjan þingmanna fjögurra ríkja Bandaríkjanna, Arizona, Illinois, Oregon og Washington. Tilskipunin hefur þegar orðið tilefni fimm málsókna á hendur alríkinu og yfirlýsinga ríkislögmanna tuttugu og tveggja ríkja. Allir eru sammála um að tilskipun forsetans gangi bersýnilega í berhögg við stjórnarskrána. Lane Polozola, ríkislögmaður Washingtonríkis, segir stöðuna sem upp er komin grafalvarlega. Hún ræddi við blaðamenn í Seattle í kjölfar þess að lögbannið var sett á. „Þetta er bara fyrsta skrefið en að heyra dómarann segja að á hans fjörutíu ára starfsferli sem dómari hafi hann aldrei séð neitt sem gangi svo bersýnilega gegn stjórnarskránni, sýnir hve alvarlegt þetta er,“ segir Polozoa. Tilskipun Trump kveður á um að barn öðlist ekki sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt fyrir það eitt að fæðast í Bandaríkjunum ef hvorugt foreldri er bandarískur ríkisborgari eða handhafi löglegs landsvistarleyfis. Gangi áætlanir Trump eftir yrðu öll börn sem fædd eru eftir 19. febrúar og uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði vísað á brott frá Bandaríkjunum. Allt að 150 þúsund börn yrðu af bandarískum ríkisborgararétti árlega. „Ég á í erfiðleikum með að skilja hvernig lögmaður gæti sagt skilyrðislaust að þessi tilskipun standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ég botna ekkert í því,“ hefur Reuters eftir Coughenour dómara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira