Lögbann sett á tilskipun Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 21:47 Trump hefur gefið út að hann hyggist áfrýja lögbanninu. AP/Ben Curtis Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni. Donald Trump telur mikilvægi að afnema þessi réttindi en dómarinn, John Coughenour, segir það bersýnilega stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um að hver sá sem fæðist í Bandaríkjunum sé bandarískur ríkisborgari. Lögbannið lagði hann fram að áeggjan þingmanna fjögurra ríkja Bandaríkjanna, Arizona, Illinois, Oregon og Washington. Tilskipunin hefur þegar orðið tilefni fimm málsókna á hendur alríkinu og yfirlýsinga ríkislögmanna tuttugu og tveggja ríkja. Allir eru sammála um að tilskipun forsetans gangi bersýnilega í berhögg við stjórnarskrána. Lane Polozola, ríkislögmaður Washingtonríkis, segir stöðuna sem upp er komin grafalvarlega. Hún ræddi við blaðamenn í Seattle í kjölfar þess að lögbannið var sett á. „Þetta er bara fyrsta skrefið en að heyra dómarann segja að á hans fjörutíu ára starfsferli sem dómari hafi hann aldrei séð neitt sem gangi svo bersýnilega gegn stjórnarskránni, sýnir hve alvarlegt þetta er,“ segir Polozoa. Tilskipun Trump kveður á um að barn öðlist ekki sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt fyrir það eitt að fæðast í Bandaríkjunum ef hvorugt foreldri er bandarískur ríkisborgari eða handhafi löglegs landsvistarleyfis. Gangi áætlanir Trump eftir yrðu öll börn sem fædd eru eftir 19. febrúar og uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði vísað á brott frá Bandaríkjunum. Allt að 150 þúsund börn yrðu af bandarískum ríkisborgararétti árlega. „Ég á í erfiðleikum með að skilja hvernig lögmaður gæti sagt skilyrðislaust að þessi tilskipun standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ég botna ekkert í því,“ hefur Reuters eftir Coughenour dómara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Donald Trump telur mikilvægi að afnema þessi réttindi en dómarinn, John Coughenour, segir það bersýnilega stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um að hver sá sem fæðist í Bandaríkjunum sé bandarískur ríkisborgari. Lögbannið lagði hann fram að áeggjan þingmanna fjögurra ríkja Bandaríkjanna, Arizona, Illinois, Oregon og Washington. Tilskipunin hefur þegar orðið tilefni fimm málsókna á hendur alríkinu og yfirlýsinga ríkislögmanna tuttugu og tveggja ríkja. Allir eru sammála um að tilskipun forsetans gangi bersýnilega í berhögg við stjórnarskrána. Lane Polozola, ríkislögmaður Washingtonríkis, segir stöðuna sem upp er komin grafalvarlega. Hún ræddi við blaðamenn í Seattle í kjölfar þess að lögbannið var sett á. „Þetta er bara fyrsta skrefið en að heyra dómarann segja að á hans fjörutíu ára starfsferli sem dómari hafi hann aldrei séð neitt sem gangi svo bersýnilega gegn stjórnarskránni, sýnir hve alvarlegt þetta er,“ segir Polozoa. Tilskipun Trump kveður á um að barn öðlist ekki sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt fyrir það eitt að fæðast í Bandaríkjunum ef hvorugt foreldri er bandarískur ríkisborgari eða handhafi löglegs landsvistarleyfis. Gangi áætlanir Trump eftir yrðu öll börn sem fædd eru eftir 19. febrúar og uppfylla ekki fyrrnefnd skilyrði vísað á brott frá Bandaríkjunum. Allt að 150 þúsund börn yrðu af bandarískum ríkisborgararétti árlega. „Ég á í erfiðleikum með að skilja hvernig lögmaður gæti sagt skilyrðislaust að þessi tilskipun standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ég botna ekkert í því,“ hefur Reuters eftir Coughenour dómara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira