Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. janúar 2025 07:46 Merz þykir líklegur til þess að verða næsti kanslari Þýskalands. AP Photo/Martin Meissner Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi hefur nú lofað því að herða landamæraeftirlit og flýta fyrir brottvísunum hælisleitenda úr landi ef hann verður næsti kanslari Þýskalands. Friedrich Merz leiðir Kristilega demókrataflokkinn í Þýskalandi og samkvæmt könnunum er hann líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum í Þýskalandi að loknum kosningum sem fram fara fram í næsta mánuði. Ummælin lét Merz falla á kosningafundi daginn eftir að 28 ára afganskur maður stakk tvo til bana í hnífaárás. Hinn grunaði er í haldi lögreglu en hann á langa sögu geðsjúkdóma og ofbeldis að baki. Merz hefur hert mjög orðræðu Kristilegra demókrata frá því sem var þegar Angela Merkel stjórnaði flokknum. Þannig segist hann ætla að snúa öllum ólöglegum flóttamönnum sem vilja koma til Þýskalands við á landamærunum, burtséð frá því hverskonar aðstæður þeir eru að flýja. Þá vill hann fjölga lokuðum búsetuúrræðum fyrir flóttamenn og segir að vel sé hægt að nýta tóm vöruhús eða ónotaðar herstöðvar til þess að hýsa flóttafólk á öruggan hátt. Leiðtoginn hefur einnig gagnrýnt flóttamannamál innan Evrópusambandsins harðlega og vill meðal annars gera miklar breytingar á reglunum um frjálsa för innan Evrópusambandsins sem rúmast innan Schengen samstarfsins. Þannig heitir hann því að taka upp mun harðara eftirlit á öllum landamærum Þýskalands, en níu ríki eiga landamæri að þessu víðfema Evrópulandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Friedrich Merz leiðir Kristilega demókrataflokkinn í Þýskalandi og samkvæmt könnunum er hann líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum í Þýskalandi að loknum kosningum sem fram fara fram í næsta mánuði. Ummælin lét Merz falla á kosningafundi daginn eftir að 28 ára afganskur maður stakk tvo til bana í hnífaárás. Hinn grunaði er í haldi lögreglu en hann á langa sögu geðsjúkdóma og ofbeldis að baki. Merz hefur hert mjög orðræðu Kristilegra demókrata frá því sem var þegar Angela Merkel stjórnaði flokknum. Þannig segist hann ætla að snúa öllum ólöglegum flóttamönnum sem vilja koma til Þýskalands við á landamærunum, burtséð frá því hverskonar aðstæður þeir eru að flýja. Þá vill hann fjölga lokuðum búsetuúrræðum fyrir flóttamenn og segir að vel sé hægt að nýta tóm vöruhús eða ónotaðar herstöðvar til þess að hýsa flóttafólk á öruggan hátt. Leiðtoginn hefur einnig gagnrýnt flóttamannamál innan Evrópusambandsins harðlega og vill meðal annars gera miklar breytingar á reglunum um frjálsa för innan Evrópusambandsins sem rúmast innan Schengen samstarfsins. Þannig heitir hann því að taka upp mun harðara eftirlit á öllum landamærum Þýskalands, en níu ríki eiga landamæri að þessu víðfema Evrópulandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira