Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 15:34 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum og lögmanni í Flórens í fyrra. AP/Antonio Calanni Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007. Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt. Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt.
Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira