Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 22:31 Anna María Flygenring, geitabóndi, sem er með nokkrar fallegar geitur á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem hún býr með manni sínum. Hér er hún í vestinu með kiðlingana Frosta og Snæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum. Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira