„Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2025 23:19 Björn Ingi Hrafnsson greindi stöðuna í ljósi framboðs Áslaugar Örnu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira