Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 11:32 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafa þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Til að mynda þáði Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir króna árið 2022, rétt áður en skráningu flokksins var breytt. Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent