Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2025 12:47 Sigurður Ingi Jóhannsson fékk erindi inn á sitt borð í tíð sinni sem fjármálaráðherra sem varða útlánareglur Landsbankans. Vísir Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli. Samkvæmt svörum frá Landsbankanum veitir bankinn almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli. Íbúðarhúsnæði á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli hins vegar yfirleitt skilyrði um íbúðalán hjá bankanum, og þá gæti önnur fjármögnun staðið til boða. Önnur fjármögnun, á borð við sumarhúsa- eða frístundalán, eru yfirleitt á óhagstæðari kjörum. Þá er dreifbýli ekki sérstaklega skilgreint í lánareglum bankans en horft er til þess að „dreifbýli sé andstæða við þéttbýli,“ að því er fram kemur í svari Landsbankans frá því í haust. Hvert tilvik sé engu að síður skoðað og metið en meðal þess sem lagt sé mat á er staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags. Landsbankinn veitir almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli.Vísir/Vilhelm Vakti furðu fjármálaráðherra Ólíkt Landsbankanum, gilda almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, samkvæmt svörum frá Íslandsbanka og Arion banka við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt lánareglum Íslandsbanka er heimilt að veita allt að 70% af fasteignamati í húsnæðislán á eignir í dreifbýli, með möguleika á viðbótarláni í formi útibúaláns upp í allt að 80% af kaupverði eða verðmati. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Sigurður Ingi hugðist ræða málið við stjórnendur Landsbankans en ekki varð af því þar sem boðað var til kosninga.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk málið inn á sitt borð á meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. „Rétt fyrir kosningarnar, eða í kosningabaráttunni, bárust mér erindi sem ég hafði hug á að taka á og spyrja Landsbankann vegna þess að þetta vakti furðu mína, að banki allra landsmanna í eigu þjóðarinnar, túlkaði það svo að íbúðarhús, óháð því hvernig þau væru og metin, að ef þau væru í dreifbýli að þá lánaði bankinn einfaldlega ekki til þeirra, það þótti mér sérkennileg ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi. Hann telur ljóst að um ákveðið byggðamál sé að ræða. „Nú vitum við það auðvitað, að bankarnir stóru þrír, líta á landið talsvert mismunandi augum og því miður er það oft svo að við sem búum úti á landi njótum ekki sambærilegra kjara og þeir sem búa í þéttbýli og hvað þá þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. En þarna finnst mér steininn taka úr, þegar ekki er metið í raun og veru verðmæti húseignarinnar og veðhæfi, heldur bara sagt að þar sem að húsið er í dreifbýli mun Landsbankinn ekki vera tilbúinn að veita lán,“ segir Sigurður Ingi. „Höfuðborgarstimpill“ á ríkisstjórninni Hann hugðist fylgja málinu eftir áður en brast á með kosningum, en vonast nú til að geta tekið málið upp á vettvangi stjórnarandstöðu. „Ég ætlaði nú bara að kalla eftir viðbrögðum frá bankastjórninni og yfirmönnum bankans en þá komu kosningar, þannig að nú vona ég að ég geti haft tækifæri til þess að fylgja því eftir á þingi.“ Hann kveðst hóflega bjartsýnn um það að ný ríkisstjórn aðhafist hvað þetta varðar. „Við munum án efa taka þetta upp á vettvangi stjórnarandstöðu. Ég skal alveg viðurkenna það að það er talsverður höfuðborgarstimpill á ríkisstjórninni og í aðgerðaráætlun hennar í 23. liðum er ekkert sérstaklega jákvætt sem að við sem búum á landsbyggðinni megum búast við. En sjáum til, gefum þeim tækifæri,“ segir Sigurður Ingi. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Landsbankanum veitir bankinn almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli. Íbúðarhúsnæði á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli hins vegar yfirleitt skilyrði um íbúðalán hjá bankanum, og þá gæti önnur fjármögnun staðið til boða. Önnur fjármögnun, á borð við sumarhúsa- eða frístundalán, eru yfirleitt á óhagstæðari kjörum. Þá er dreifbýli ekki sérstaklega skilgreint í lánareglum bankans en horft er til þess að „dreifbýli sé andstæða við þéttbýli,“ að því er fram kemur í svari Landsbankans frá því í haust. Hvert tilvik sé engu að síður skoðað og metið en meðal þess sem lagt sé mat á er staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags. Landsbankinn veitir almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli.Vísir/Vilhelm Vakti furðu fjármálaráðherra Ólíkt Landsbankanum, gilda almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, samkvæmt svörum frá Íslandsbanka og Arion banka við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt lánareglum Íslandsbanka er heimilt að veita allt að 70% af fasteignamati í húsnæðislán á eignir í dreifbýli, með möguleika á viðbótarláni í formi útibúaláns upp í allt að 80% af kaupverði eða verðmati. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Sigurður Ingi hugðist ræða málið við stjórnendur Landsbankans en ekki varð af því þar sem boðað var til kosninga.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk málið inn á sitt borð á meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. „Rétt fyrir kosningarnar, eða í kosningabaráttunni, bárust mér erindi sem ég hafði hug á að taka á og spyrja Landsbankann vegna þess að þetta vakti furðu mína, að banki allra landsmanna í eigu þjóðarinnar, túlkaði það svo að íbúðarhús, óháð því hvernig þau væru og metin, að ef þau væru í dreifbýli að þá lánaði bankinn einfaldlega ekki til þeirra, það þótti mér sérkennileg ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi. Hann telur ljóst að um ákveðið byggðamál sé að ræða. „Nú vitum við það auðvitað, að bankarnir stóru þrír, líta á landið talsvert mismunandi augum og því miður er það oft svo að við sem búum úti á landi njótum ekki sambærilegra kjara og þeir sem búa í þéttbýli og hvað þá þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. En þarna finnst mér steininn taka úr, þegar ekki er metið í raun og veru verðmæti húseignarinnar og veðhæfi, heldur bara sagt að þar sem að húsið er í dreifbýli mun Landsbankinn ekki vera tilbúinn að veita lán,“ segir Sigurður Ingi. „Höfuðborgarstimpill“ á ríkisstjórninni Hann hugðist fylgja málinu eftir áður en brast á með kosningum, en vonast nú til að geta tekið málið upp á vettvangi stjórnarandstöðu. „Ég ætlaði nú bara að kalla eftir viðbrögðum frá bankastjórninni og yfirmönnum bankans en þá komu kosningar, þannig að nú vona ég að ég geti haft tækifæri til þess að fylgja því eftir á þingi.“ Hann kveðst hóflega bjartsýnn um það að ný ríkisstjórn aðhafist hvað þetta varðar. „Við munum án efa taka þetta upp á vettvangi stjórnarandstöðu. Ég skal alveg viðurkenna það að það er talsverður höfuðborgarstimpill á ríkisstjórninni og í aðgerðaráætlun hennar í 23. liðum er ekkert sérstaklega jákvætt sem að við sem búum á landsbyggðinni megum búast við. En sjáum til, gefum þeim tækifæri,“ segir Sigurður Ingi.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira