Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 08:33 Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025. En það tap reyndist rándýrt. vísir/vilhelm Ísland er eina liðið sem hefur setið eftir þrátt fyrir að hafa fengið átta stig í milliriðli eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á HM í handbolta karla. Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02
Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03
HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01
Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31
HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03
Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17
Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða