Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 17:21 Guðmundur, Sigurjón, Katrín Sigríður og Pétur Björgvin munu starfa hjá þingflokki Viðreisnar á komandi kjörtímabili. Viðreisn Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn og er starfslið flokksins þar með fullmannað. Í starfsmannahópnum eru fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, lögfræðingur, sálfræðingur og verkefnastjóri. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi.
Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira