Af skráningum stjórnmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun