Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 12:24 Bryndís Haraldsdóttir situr í ráðinu og segir hún mikilvægt að taka hótanirnar alvarlega. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“ Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“
Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45