Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar 28. janúar 2025 14:15 Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar