Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Lovísa Arnardóttir skrifar 28. janúar 2025 14:08 Lögreglan tilkynnti hvalrekann víða. Mynd/Höskuldur B. Erlingsson Fjórtán metra hvalur fannst í Guðlaugsvík á Ströndum í upphafi þessarar viku. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðvesturlandi segir að um sé að ræða búrhval og að til samanburðar megi áætla að hvalurinn sé jafnlangur og þrjár Tesla Y bifreiðar eða sjö Cleveland þriggja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum. Lögreglan tilkynnti hvalrekann til heilbrigðiseftirlitsins, Matvælastofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfis- og orkustofnunar, Náttúrustofu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða tarf.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson Þá kemur einnig fram að um sé að ræða tarf og að þekkt sé að tarfar yfirgefa fjölskyldu sína árstíðabundið til kaldari svæða í fæðuleit. Mikill kynjamunur er á stærð búrhvala, sem mun vera óvenjulegt meðal hvala. Tarfarnir geta náð yfir 18 metra lengd og yfir 40 tonn en kýrnar allt að 12 metrar að lengd og 13 tonn að þyngd Á myndinni má sjá hversu stór hvalurinn er.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson „Áður fyrr þótt hvalreki mikill búbót og sagnir eru til af hvalreka sem bjargaði heilu sveitunum frá hungursneið í erfiðum árum. Þaðan kemur líklega merking orðsins hvalreki á íslensku sem kærkomið happ eða óvæntur fengur. Þrátt fyrir fagra skepnu og mikilfengleika hennar skal ósagt látið hvort sveitungar í Guðlaugsvík líti á hræið sem happafeng en það heyrir sjálfsagt til undantekninga að ábúendur nýti hvalhræ nú á dögum. Sjái náttúran ekki um að „urða“ hræið getur verið æði flókið að koma því í viðeigandi farveg,“ segir að lokum í tilkynningu lögreglunnar. Hvalir Húnaþing vestra Dýr Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Lögreglan tilkynnti hvalrekann til heilbrigðiseftirlitsins, Matvælastofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfis- og orkustofnunar, Náttúrustofu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða tarf.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson Þá kemur einnig fram að um sé að ræða tarf og að þekkt sé að tarfar yfirgefa fjölskyldu sína árstíðabundið til kaldari svæða í fæðuleit. Mikill kynjamunur er á stærð búrhvala, sem mun vera óvenjulegt meðal hvala. Tarfarnir geta náð yfir 18 metra lengd og yfir 40 tonn en kýrnar allt að 12 metrar að lengd og 13 tonn að þyngd Á myndinni má sjá hversu stór hvalurinn er.Mynd/Höskuldur B. Erlingsson „Áður fyrr þótt hvalreki mikill búbót og sagnir eru til af hvalreka sem bjargaði heilu sveitunum frá hungursneið í erfiðum árum. Þaðan kemur líklega merking orðsins hvalreki á íslensku sem kærkomið happ eða óvæntur fengur. Þrátt fyrir fagra skepnu og mikilfengleika hennar skal ósagt látið hvort sveitungar í Guðlaugsvík líti á hræið sem happafeng en það heyrir sjálfsagt til undantekninga að ábúendur nýti hvalhræ nú á dögum. Sjái náttúran ekki um að „urða“ hræið getur verið æði flókið að koma því í viðeigandi farveg,“ segir að lokum í tilkynningu lögreglunnar.
Hvalir Húnaþing vestra Dýr Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira